
Fyrirtækið
Heildverslunin Undraboltinn ehf er stofnuð árið 2012 með það fyrir augum að koma umhverfisvænni vöru á íslenskan markað. Fyrsta varan er: Vistvæni Þvottaboltinn

Þvottaboltinn
Heilbrigðari húð með Vistvæna-Þvottaboltanum. Húðin þín er eins og svampur sem drekkur í sig það sem hún kemst í snertingu við. Meðal annars þau efni sem setjast í fötin þín í þvottavélinni. Varasöm efni geta farið gegnum húðina og inn í blóðrásina - og sýkt þig/börnin þín. Húðvandamál meðal barna eru algeng í dag. Varhugaverð efni - sem húðin kemst í snertingu við - eru ekki síður varasöm en varhugaverð efni í mat. Þurr húð, útbrot, húðvandamál… geta verið vegna efnanna sem þú notar. Vertu vakandi og hættu að menga sjálfan þig. Heilbrigði húðarinnar er gulli betri. Vistvæni-Þvottaboltinn er ódýr heilsubót. Skiptu yfir í Vistvæna-Þvottaboltann - fyrir sjálfan þig og Móður Jörð.

Söluaðilar
Smelltu hér og fáðu upp söluaðila sem hafa Vistvæna-Þvottaboltann til sölu eða geta útvegað...

Hafa samband
Mikill vinduhraði/hiti í þvottavélinni slítur þvottinum, þvottavélinni og þvottaboltanum. Upp á endingu boltans mælum við með - ekki hærri hita en 60°C / og að vindingunni sé stillt í hóf. Sé mikillar vindingar óskað er gott ráð að vinda stutt við lágan vinduhraða, taka svo þvottaboltann úr vélinni, áður enn fullnaðar vinding á sér stað. Mikilvægt að þvo reglulega við 60°C. Ef einhver ykkar hefur orðið fyrir því að boltinn hefur skemmst - vinsamlegast hafið samband við okkur. Þið getið sent okkur póst á: undraboltinn@gmail.com eða hringt í S. 696 4072. Kveðja Þorsteinn / Undraboltinn ehf