Fyrirtækið

Undraboltinn ehf

Heildverslunin Undraboltinn ehf er stofnuð árið 2012 með það fyrir augum að koma umhverfisvænni vöru á íslenskan markað.

Forsagan er að við kynntumst undramætti þvottaboltans árið 2009 þegar við vorum að leita að heilnæmustu leiðinni til að þvo þvottinn af barninu sem við áttum von á. Allar götur síðan höfum við notað þvottaboltann með frábærum árangri eins og sjá má lýsingar af á heimasíðunni. Það skal því engan undra að við köllum fyrirtækið Undraboltann.

Við kynnum hér til leiks fyrstu vöruna okkar – hinn títtnefnda þvottabolta.

Hugsunin á bak við logo Undraboltans er að UB stendur fyrir Undraboltann / þvottaboltann sem þvær undra-vel. Örin með pílunni vísar til þess að boltinn snýst í vatninu. Dekkri hluti pílunnar vísar til þess að þvotturinn kemur óhreinn inn í vélina og verður hreinn og umhverfis-„grænn“ að loknum þvotti. Við leggjum áherslu á græna litinn eins sjá má, enda viljum við gjarnan með “á grænu bylgjuna” fyrir okkur sjálf, börnin og móður jörð.

Finndu okkur á Facebook

  • þvottaboltinn.is
  • undraboltinn ehf
  • húðvandamál og þvottavélin – nýtt í boði