Þvottaboltinn

Vísindalega mótaðar steinefna-kúlur í boltanum vinna á óhreinindum, lykt og sýklum og tryggja frábæran árangur, án þess að litirnir dofni; um leið varðveitist teygjanleiki trefjanna.

Kostir þvottaboltans

–       Gerður úr náttúrulegum efnum

–       Án ilmefna

–       100% öruggur fyrir húð, trefjar fatnaðarins og umhverfið

–       Þvær vel (þvottaefni óþörf)

–       Sótthreinsar vel (á náttúrulegan hátt)

–       Varðveitir vel liti fatnaðarins og teygju trefjanna

–       Eykur líftíma fatnaðarins

–       Passar í allar gerðir þvottavéla

–       Má nota við hitastig frá 0 – 60° C

–       Losar þig við vonda lykt úr þvottinum og úr vélinni

–       Fer með þér í handtöskunni í fríið

–       Upplagður fyrir þvottinn af ungbarninu

–       Hentar þeim vel sem eru með viðkvæma húð

–       Þvotturinn kemur órafmagnaður úr vélinni

–       Engar áhyggjur af varasömum efnum eftir þvott (ef engin þvottaefni eru notuð)

–       Engin vatnsmengun (ef þvottaefnum er sleppt)

–       Hentar sérlega vel þar sem frárennsli er ekki fyrir hendi (t.d. í sumarbústöðum).

Með þvottaboltanum þarf ekki lengur að óttast að óæskileg efni fari út í umhverfið.

 

Hvernig vinnur þvottaboltinn

 

Vísindalega mótaðar steinefna-kúlur í boltanum vinna á óhreinindum, lykt og sýklum og tryggja frábæran árangur, án þess að litirnir dofni;  um leið varðveitist teygjanleiki trefjanna. Þvottaboltinn er ólíklegur til að framkalla ofnæmi og er því tilvalinn fyrir ungbörn og þá sem eru með viðkvæma húð.

Þvottaboltinn inniheldur 4 tegundir steinefna-keramik-kúla, með mismunandi eðliseiginleika,  sem eru sérstaklega hannaðar með mismunandi virkni í huga til að hjálpa vatninu til að þvo þvottinn og skila hámarks árangri. Auk þess hefur sjálfur boltinn ákveðna virkni í vatninu svo og öflugt segulmagn sem er í honum miðjum.

Útskýringar framleiðanda um það, nákvæmlega, hvernig þessar mismunandi kúlur hafa áhrif á vatnið og þvottinn eru mjög fræðilegar og ekki er heimilt að nota þær hérlendis í kynningarskyni án þess að þær séu staðfestar með mjög sérhæfðum og dýrum rannsóknum sem ekki liggja fyrir. 

Þvottaboltinn kemur í umbúðum með ítarlegum íslenskum leiðbeiningum á. Notendaleiðbeiningar fylgja einnig með. Ef þú óskar eftir frekari upplýsingum eða hefur spurningar/athugasemdir er þér velkomið að senda okkur póst á: undraboltinn@undraboltinn.is

 

Hér eru nokkrir vitnisburðir frá notendum þvottaboltans:

  • “þvottaboltinn þvær jafnvel og þvottaefnin gera”
  • “eftir að hafa handfjatlað þvottinn í fyrsta skipti eftir þvott með þvottaboltanum, fannst mér eins og ég hefði borið handáburð á mig”
  • “vonda lyktin hvarf úr þvottavélinni eftir fyrsta þvott með þvottaboltanum”
  • “þvotturinn kemur órafmagnaður og mjúkur úr þvottavélinni”
  •  “þvotturinn lítur frískur út og lyktar vel (þó við hjá Undraboltanum ehf segjum að hann komi út lyktarlaus)”
  • “ég er að þvo af rafvirkja sem sem er vægast sagt stundum drullugur upp fyrir haus eftir vinnu og þvotturinn kemur hreinn, lyktarlaus og mjúkur eftir þvott”
  • “ég kann að meta að geta farið með þvottaboltann í fríið og losnað við sull með þvottaefni”
  • “ég er fegin að vera laus við sápuna vegna þess að ég er með exem og ofnæmi, sem þýðir engin kláði og engin sápulykt eftir að ég fór að nota boltann”
  • “mér finnst samviskan vera hreinni þar sem ekkert óæskilegt skilar sér útí náttúruna”
  • “dásamleg móður-tilfinning gagnvart barninu mínu að losna við að umgangast þvottaefnin”
  • “nú þarf ég ekki lengur að þrífa þvottaefnin úr þvottavélinni reglulega”
  • “gott að losna við þvottaefnin og lyktina af þeim”
  • “þvottaboltinn sparar peninga og ætti að vera til á hverju heimili”

 

 

ÞVOTTABOLTINN – NOTENDALEIÐBEININGAR

– á íslensku, fylgja með í hverjum kassa 🙂

lestu vel yfir áður en þú hefst handa

 

 Ef óskað er eftir ilmi í þvottinn má setja nokkra dropa af ilmkjarnaolíu (lavender eða sítrónu) í mýkingarefnahólfið.

 

Mýkt íslenska vatnsins gerir að verkum að sápuefni hreinsast illa úr þvottavélinni. Þegar við bætast stutt þvottakerfi má búast við að margir gangi í “varhugaverðum efnum”. Þú getur verið viss um að losna við efnin við að nota þvottaboltann. Þú einfaldlega setur boltann á eftir þvottinum inn í vélina – eins og “þvottabolta-drengurinn” gerir hér (sjá mynd inn á http://www.facebook.com/pages/%C3%9Evottaboltinnis/153368091471039). Settu heilsu þína og þinna í forgrunn. Þú getur pantað þvottaboltann hér á heimasíðunni – og fengið sent hvert á land sem er. Þriggja vikna skilafrestur / peningana til baka ef þú ert ekki ánægð(ur).

Finndu okkur á Facebook

  • þvottaboltinn.is
  • undraboltinn ehf
  • húðvandamál og þvottavélin – nýtt í boði

Kveðja Undraboltinn ehf – sími 696 4072